Nýir dómarar í kata
Karatesambandið hélt dómaranámskeið í kata, fimmtudaginn 31.mars síðastliðinn. Helgi Jóhannesson, EKF Referee, sá um námskeiðið og var það haldið í íþróttamiðstöðinni Laugardal. Mjög góð þátttaka var á námskeiðinu og metfjöldi einstaklinga fór þar í próf að námskeiði loknu. Prófin voru bæði skrifleg og verklegt, auk þess sem dómaraefnin staðfestu verklega prófið sitt með dómgæslu á Íslandsmeistaramótum Unglinga og Barna í kata, sem fóru fram um síðustu helgi. Dómaranefndin vill koma á framfæri þakklæti fyrir allan þann fjölda sem tók þátt í námskeiðinu og stóðu sig með sóma.
Þau sem staðfestu sín réttindi eru;
Reinharð Reinharðsson, KFR, Judge A
Anna Olsen, Afturelding, Judge B
Elín Björg Arnarsdóttir, Afturelding, Judge B
Þeir sem fengu ný og uppfærð réttindi voru:
Aron Bjarkason, Þórshamar, Judge A
Jóhannes Felix Jóhannesson, Breiðablik, Judge A
Valborg Guðjónsdóttir, Fjölnir, Judge A
Þeir sem fengu ný réttindi voru:
Aron Breki Heiðarsson, Breiðablik, Judge B
Eydís Magnea Friðriksdóttir, Fjölnir, Judge B
Gunnar Haraldsson, Afturelding, Judge B
Hákon Garðar Gauksson, Breiðablik, Judge B
Hugi Tór Haraldsson, Afturelding, Judge B
Páll Haraldsson, Fjölnir, Judge B
Sigríður Þórdís Pétursdóttir, Fjölnir, Judge B
Valur Kristinn Starkaðarson, Þórshamar, Judge B
Viktor Steinn Sighvatsson Jensen, Fjölnir, Judge B
Ylfa Sól Þorsteinsdóttir, Fjölnir, Judge B