banner

WKF Youth League Limassol, Kýpur

WKF Youth League fór fram dagan 28. apríl – 1. maí í Limassol, Kýpur. 5 keppendur tóku þátt frá Íslandi.
Bestum árangri náðu þær Karen Vu og Embla Rebekka Halldórsdóttir.

Karen náði að verða í 12-16 sæti í sínum riðli í kumite af 57 keppendum. Hún sigraði fyrstu tvær viðureignir sínar 1-0 en tapað í þeirri þriðju.
Embla varð í 25 sæti í kata af 44 keppendum.
Hugi Halldórsson sigraði 1 viðureign en tapaði síðan þeirri næstu.

Halldór Stefánsson var þjálfari í kata og Sadik Sadik í kumite. Reinharð Reinharðsson, formaður KAÍ, var fararstjóri í ferðinni.

Halldór, Davíð, Embla, Karen, Eydís og Hugi

About Reinhard Reinhardsson