banner

Frábær árangur á Kata Pokalen

2 gull og 5 brons hjá Kata landsliðinu á Kata Pokalen í Svíþjóð.

11 keppendur frá Íslandi tóku þátt í Kata Pokalen í Stokkhólmi laugardaginn 11. mars.
Með í ferðinni var landsliðsþjálfarinn í kata, Magnús Kr. Eyjólfsson.

Hópurinn í lok móts

Flottur árangur og allir geta gengið stoltir frá þessu verkefni.
Munaði mjög litlu hjá nokkrum að komast í úrslit og enn fleiri mjög nálægt að keppa um 3ja sæti.
Ferðin var hluti af undirbúningi okkar fyrir Norðulandamótið sem er í næsta mánuði. Förum heim með fullt af verðlaunum og ekki síður reynslu. Vitum hvað við þurfum að vinna að næsta mánuðinn.

Hópkata karla

Hópkata kvenna

About Reinhard Reinhardsson