banner

Íslandsmeistaramót í kata

Íslandsmeistaramótið í kata fer fram sunnudaginn 19.mars í Íþróttahúsi HÍ við Háteigsveg.

Keppni hefst kl. 9.30 og er gert ráð fyrir að keppni í hópkata og síðan úrslit í karla og kvennaflokki verði milli 12.30 og 13.30.

28 keppendur frá 5 félögum og 8 hópkatalið eru skráð til keppni.

Íslandsmeistarar síðasta árs í karla og kvenna flokki eru skráð til keppni í ár og má búast við hörku keppni þar sem 19 karlar og 9 konur eru skráðar til leiks.

Þá teflir Breiðablik fram Íslandsmeistaraliði sínu í kvennaflokki til að verja titilinn frá í fyrra en Karatefélag Reykjavíkur er með nýtt lið til að verja sinn titil í hópkata karla.

About Reinhard Reinhardsson