banner

Frábær árangur á Meistaramóti Smáþjóða í karate

9. Meistaramót Smáþjóða í Evrópu í karate fór fram í Luxembourg dagana 15.-17. september.

Ísland tók þátt með 17 keppendum sem stóðu sig frábærlega á mótinu.
Niðurstaðan varð 2 gull, 5 silfur og 8 brons.

Hópurinn að móti loknu

Karen Vu vann til gull verðlauna í flokki junior female -48 kg. Samuel Josh Ramos sigraði í Male kumite -67 kg flokki og náði bronsi í U21 flokki.

Filip Leon Kristoferson, Davíð steinn EInarsson unnu til silfur verðlauna, Ísold Klara Felixdóttir silfur og brons og Eydís Magnea Friðriksdóttir tvö silfur og brons.

Guðmundur Týr Haraldsson, Una Borg Garðarsdóttir og Sunny Songkun náðu í brons í sínum flokkum.

Þá vann lið Íslands í senior male team bronsverðlaun með þeim Samuel Ramos, Hannesi Magnússyni og Þórði Henryssyni í liði.
Einnig unnu þær Karen Vu og Una Borg Garðarsdóttir bronsverðlaun í liðakeppni Junior female.

Tveir dómara fóru í alþjóðlegt dómarapróf og stóðust báðir. Aron Bjarkason og Jóhannes Felix Jóhannesson eru nú báðir með SSEKF Judge réttindi.

Aron, Kristján og Jóhannes

Með í ferðinni voru landsliðsþjálfararnir Sadik Aliosman Sadik í kumite og Magnús Kr. Eyjólfsson í kata. Þeim til aðstoðar voru Elías Guðni Guðnason og Svana Katla Þorsteinsdóttir.

Reinharð Reinharðsson, formaður KAÍ og stjórnarmaður í framkvæmdastjórn SSEKF fór fyrir hópnum.

About Reinhard Reinhardsson