Íslandsmeistarmótið í kata 2019
Íslandsmeistaramótið í kata verður haldið laugardaginn 9. mars í Íþróttahúsi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Háteigsveigi.
Undanúrslit hefjast kl.10.00 og úrslit áætluð kl. 12.30. Verðlaunaafhending og mótsslit um kl. 13.00.
Mæting keppenda fyrir kl. 9.30.
Um 20 keppendur eru skráðir til leiks og 4 hópkatalið.
Komið og sjáið alla helstu katakonur og -karla landsins keppa um íslandsmeistartitla.