banner

Æfingabúðir með Junior Lefevre

yoko 1 htJunior Lefevre heims- og evrópumeistari mun heimsækja Ísland og kenna á kumite og kata æfingabúðum á vegum Karatesambandsins dagana 1. til 3. nóvember nk.

Æfingarnar eru tilvaldar fyrir upprennandi og núverandi keppendur í cadets (14-15 ára), juniors (16-17 ára), seniors (18 ára og eldri) og aðra.

Allar æfingar fara fram í Íþróttamiðstöðinni Ásvöllum í Hafnarfirði.

Æfingatímar verða sem hér segir,
Föstudagurinn 1. nóvember
18:00-19:30 – Kata
19:30-21:00 – Kumite

Laugardagurinn 2. nóvember
10:00-11:30 – Kumite
11:30-13:00 – Kata
13:00-14:00 – Hlé
14:00-15:30 – Kumite
15:30-17:00 – Kata

Sunnudagurinn 3. nóvember
10:00-11:30 – Samæfing
11:30-12:00 – hlé
12:00-13:30 – Kata
13:30-15:00 – Kumite

Verð
10.000 kr. – allar æfingar
6.000 kr. – einn dagur (laugard. eða sunnud.)
2.500 kr. – stök æfing

Vinsamlega leggið greiðsluna inná reikning KAI og setjið nafn þátttakanda sem skýringu greiðslu. Sýna svo útprentun við innganginn.
Kt: 5103850479
Banki: 0515-26-005103

Taktu helgina frá því þú mátt ekki láta þetta einstaka tækifæri framhjá þér fara!

Skráning fer fram á Facebook

About Reinhard Reinhardsson