banner

Fylkir Íslandsmeistari 7 árið í röð

Sigurvegara dagsins, frá vinstri; Þorsteinn Björn Guðmundsson, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Edda Kristín Óttarsdóttir, Þorsteinn Freygarðsson, Iveta Ivanova, Katrín Ingunn Björnsdóttir, Birkir J. Ómarsson og Ólafur Engilbert Árnason.

Sigurvegara dagsins, frá vinstri; Þorsteinn Björn Guðmundsson, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Edda Kristín Óttarsdóttir, Þorsteinn Freygarðsson, Iveta Ivanova, Katrín Ingunn Björnsdóttir, Birkir J. Ómarsson og Ólafur Engilbert Árnason.

Íslandsmeistaramót unglinga í kumite fór fram í dag, í húsnæði Hauka að Ásvöllum. Góð þátttaka var á mótinu og voru 8 félög mætt með yfir 50 keppendur til leiks. Margar mjög skemmtilegar viðureignir sáust og var spennan mest þegar úrslit í 16-17 ára flokki pilta hófst, í þeirri viðuregin mættust landsliðsmennirnir Sindri Pétursson frá Víking og Ólafur Engilbert Árnason frá Fylki. Eftir mjög jafnan og spennandi bardaga stóð Ólafur uppi sem sigurvegari og varð þar með Íslandsmeistari unglinga fjórða árið í röð. Þess má einnig geta að Edda Kristín Óttarsdóttir, Fylkir, og Þorsteinn Freygarðsson, Fylki, unnu Íslandsmeistaratitla þriðja árið í röð.

Bestan árangur félaga í dag náði karatedeild Fylkis sem fékk 6 einstaklingstitla og endaði sem Íslandsmeistari félaga með 23 stig, en næstir þeim kom karatedeild Víkings með 11 stig og karatedeild Breiðabliks með 8 stig. Þess má geta að þetta er 7 árið í röð sem Fylkir verður Íslandsmeistari félaga í kumite unglinga. Mótsstjóri var Agnar B. Helgason og yfirdómari Helgi Jóhannesson.

Íslandsmeistarar í dag urðu,
Kumite drengja 12 ára, Þorsteinn Björn Guðmundsson, Breiðablik
Kumite drengja 13 ára, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Fylkir
Kumite Pilta 14-15 -63kg, Birkir J. Ómarsson, Víkingur
Kumite Pilta 14-15 +63kg, Þorsteinn Freygarðsson, Fylkir
Kumite Pilta 16-17 ára, Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir
Kumite stúlkna 12-13 ára, Iveta Ivanova, Fylkir
Kumite stúlkna 14-15 ára -54kg, Edda Kristín Óttarsdóttir, Fylkir
Kumite stúlkna 14-15 ára +54kg, Katrín Ingunn Björnsdóttir, Fylkir

About Reinhard Reinhardsson