banner

Keppendur úr leik á Paris Open

KAI_ParisOpen_2016Íslensku keppendurnir á heimsbikarmótinu Karate1 í París, Frakklandi, hafa lokið keppni, þau duttu öll út í fyrstu viðureign. Mótið stendur yfir í þrjá daga og áttu við keppendur á fyrstu 2 dögunum. Á föstudeginum keppti Bogi Benediktsson í kata karla, en metfjöldi var skráður í flokkinn, um 134 keppendur. Bogi sat hjá í fyrstu umferð mætti svo frakkanum Enzo Montarello í annarri umferð, Bogi gerði góða kata en sá franski fékk sigurinn og fór því áfram í þriðju umferð sem hann vann en datt út í fjórðu umferð á móti franska meistaranum og því ljóst að Bogi átti ekki möguleika á uppreisn. Á laugardeginum keppti kumitefólkið okkar, Telma Rut Frímannsdóttir var fyrst, sat hjá í fyrstu umferð en mætti svo Chaima Bouaziz frá Túnis í annarri umferð. Eftir jafnan bardaga náði Chaima góðu sparki, ura mawashi geri, í höfuð Telmu og vann með því bardagann 3-0, þar sem Chaima tapaði í næstu umferð þá átti Telma ekki möguleika á uppreisn. Næstur var Ólafur Engilbert Árnason, í -75kg flokki, hann mætti í fyrstu umferð Mateusz Zarzecki frá Póllandi, en sá Pólski hafði betur en datt svo út í þriðju umferð. Seinust Íslensku keppenda var María Helga Guðmundsdóttir sem keppti í -55kg flokki, María Helga lenti á móti Cassandra Schmit frá Luxembourg í fyrstu umferð. Cassandra náði tveimur góðum spörkum að Maríu Helgu og vann 6-0 þrátt fyrir góðar tilraunir Maríu Helgu til að ná stigum. Cassandra datt svo út í þriðju umferð og átti því María Helga ekki möguleika á uppreisn frekar en aðrir íslenskir keppendur í dag.

Á meðfylgjandi mynd má sjá keppnishópinn ásamt landsliðsþjálfara, frá vinstri Bogi, Helga María, Telma Rut, Ólafur Engilbert og Gunnlaugur.

About Helgi Jóhannesson