banner

4 keppendur á Paris Open

KAI_ParisOpen_2016Á morgun, fimmtudag, halda 4 landsliðsmenn í karate af stað til þátttöku á fyrsta Heimsbikarmót ársins í karate, sem haldið er í París, Frakklandi, 22-24.janúar. Landsliðsfólkið er Bogi Benediktsson, Ólafur Engilbert Árnason, María Helga Guðmundsdóttir og Telma Rut Frímannsdóttir. Er þátttaka þeirra liður í undirbúningi þeirra fyrir RIG sem haldið verður 30.janúar næstkomandi.

Mótið, Paris Open, er eitt sterkasta karatemót í heimi og eru um 1012 keppendur skráðir á mótið frá 75 þjóðum, flest af besta karatefólki heimsins tekur þátt í mótinu enda gefur þátttaka á Heimsbikarmótinum stig á heimslista WKF, Alþjóðlega Karatesambandinu. Á föstudeginum er keppt í kata en á laugardegi og sunnudegi verður keppt í kumite. Bogi mun keppa fyrstur okkar keppenda á föstudeginum í kata karla (134 keppendur). Á laugardeginum byrja aðrir keppendur okkar, Telma Rut keppir í kumite kvenna -68kg (53 keppendur), María Helga keppir í kumite kvenna -55kg (58 keppendur) og að lokum keppir Ólafur Engilbert í kumite karla -75kg (127 keppendur). Ísland á enga þátttakendur í flokkunum sem keppa á sunnudeginum.

Með þeim í för er landsliðsþjálfarinn Gunnlaugur Sigurðursson og Helgi Jóhannesson sem dæmir á mótinu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá keppnishópinn ásamt landsliðsþjálfara, frá vinstri Bogi, Helga María, Telma Rut, Ólafur Engilbert og Gunnlaugur.

About Helgi Jóhannesson