banner

Dómaranámskeiði í kumite 6. október

Karatesambandið stendur fyrir dómaranámskeiði í kumite föstudaginn 6.október næstkomandi kl. 18:00, í Ráðstefnusal-E í ÍSÍ, Laugardal.

Helgi Jóhannesson, EKF Referee, sér um námskeiðið. Námskeiðið verður í formi fyrirlesturs þar sem farið verður yfir keppnisreglur WKF kumitehlutann, en fyrirlesturinn tekur um 2 klst. Í framhaldi af honum verður haldið skriflegt próf fyrir þá sem það kjósa en verklegur hluti dómaraprófsins fer þá fram sunnudaginn 15.október á meðan Íslandsmót unglinga í kumite stendur yfir.

Hægt er að sjá reglugerð um dómara á vef KAÍ ásamt keppnisreglunum og þeim spurningum sem eru til grundvallar á skriflegu prófi. Farið verður yfir nýjar keppnisreglur WKF 2017.

Ekki er nauðsynlegt að fara í skriflegt próf þó svo að fólk mæti á fyrirlesturinn, en hægt er að nálgast reglurnar og prófspurningarnar á íslensku og ensku á vef KAÍ ásamt keppnisreglunum og þeim spurningum sem eru til grundvallar á skriflegu prófi (http://kai.is/keppnisreglur-wkf/).

Vinsamlegast skráið mætingu.
https://goo.gl/forms/fJk8BpAuZAGNdEK23

About Reinhard Reinhardsson