banner

Reykjavik International Games 2018 – karate

Keppni í karate á Reykjavíkurleikunum 2018 fór fram sunnudaginn 28. janúar.

Um 130 keppendur voru skráðir til leiks, þar af um 20 erlendir keppendur frá fimm löndum, Englandi, Hollandi, Skotlandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Auk þess bauð Karatesambandið 3 erlendum dómurum til Íslands til að aðstoða við dómgæslu á mótinu. Jan Christoffersen, WKF judge og EKF Referee frá Danmörku, Azem Barakovic, Nordic Referee, og Nabil Chakir, Nordic Referee, en báðir koma frá Svíþjóð.

Yfirdómari á mótinu var Helgi Jóhannesson, EKF Referee og mótsstjóri María Baldursdóttir Jensen.

Mótið hófst klukkan 9 og var undanúrslitum í kata og kumite lokið kl 12.30.
Bein útsending var hjá RÚV frá úrslitum í senior og junior flokkum í kata og kumite og stóð hún í um klukkustund. Mátti sjá frábæra kata hjá keppendum í úrslitum og hörku viðureignir í kumite. Í lokin var síðan keppt í flokki U14 í kata og kumite.

Bestum árangri náðu Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik, í kata kvenna og Jordan Szafranek, Skotlandi í kata karla.
Fengu þau sérstaka viðurkenningu frá Reykjavíkurleikunum á lokahófi leikanna um kvöldið.

Stjórn KAÍ þakkar öllum þeim mörgu sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu við mótið kærlega fyrir vinnu þeirra.

Úrslit WOW RIG2018

RIG meistara 2018, cadet, junior og senior

RIG meistarar 2018 U14

Svana Katla Þorsteinsdóttir 1. sæti

Jordan Szafranek 1. sæti

About Reinhard Reinhardsson