banner

Aron Anh í 15.sæti á Evrópumóti U21 í Budapest

Ísland átti 7 keppendur á Evrópumóti junior og U21 sem haldið var í Budapest Ungverjalandi dagana 7-9.febrúar. Ísland sendi keppendur til leiks í öllum þremur aldursflokkunum sem keppt er í á mótinu, Cadet 14-15 ára, Junior 16-17 ára og U21 (18-20 ára).

Aron Anh

Bestum árangi náði Aron Anh Ky Huynh sem keppti í kata U21. Aron vann sinn riðil örugglega og var næst efstur að stigum eftir 1.umferð af 39 keppendum en 16 keppendur komust áfram, Aron sýndi í 1.umferð kata Suparinpei með miklum styrk og öryggi. Í annarri umferð framkvæmdi hann kata Anan en jafnvægismissir í lokin á kata kostuðu hann dýrmæt stig og endaði Aron því í 15 sæti í sínum flokki.
Aðrir keppendur áttu ekki eins góðan dag og duttu út í fyrstu umferð bæði í kata og kumite.

Keppendur Íslands voru:
Aron Anh Ky Huynh, Kata U21 (39 keppendur)
Freyja Stígsdóttir, Kata junior (32 keppendur)
Hugi Halldórsson, Kumite cadet -70kg (33 keppendur)
Oddný Þórarinsdóttir, Kata cadet (30 keppendur)
Samuel Josh Ramos, Kumite junior -61kg (39 keppendur)
Viktoría Ingólfsdóttir, Kumite cadet +54kg (36 keppendur)
Þórður Jökull Henrysson, Kata Junior (35 keppendur)

Með í för voru Ingólfur Snorrason landsliðsþjálfari í kumite, María Helga Guðmundsdóttir þjálfari í kata, Helgi Jóhannesson EKF Dómari og Reinhard Reinhardsson formaður Karatesambands Íslands.

About Reinhard Reinhardsson