Dómaranámskeið í kumite
Dómaranámskeið í kumite verður haldið miðvikudaginn 24. apríl næstkomandi í B-sal í Íþróttamiðstöðinni Laugardal og hefst kl. 18.00.
Kristján Ó. Davíðsson, Nordic Referee, verður með kynningu á keppnisreglum WKF og hægt verður að taka skriflegt próf að fyrirlestrinum loknum.
Verklegi hlutinn verður síðan á 2. GrandPrix móti KAí sunnudaginn 28. apríl.
Hægt er að finna keppnisreglurnar á vef KAÍ og safn spurninga sem notaðar eru í prófinu.
https://kai.is/keppnisreglur-wkf/
Hvetjum alla sem leggja stund á keppni í kumite að koma á námskeiðið til að öðlast skilning á keppnisreglunum.