RIG 2019 – karate open
Karatekeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Laugardalshöllinni sunnudaginn 27. janúar. Keppt var í bæði kata og kumite í nokkrum flokkum. Flest af besta karatefólki landsins tók þátt ásamt ellefu erlendum gestum frá Danmörku, Þýskalandi, Hollandi og Skotlandi. Tveir danskir dómarar dæmdu á mótinu, þau Thomas Larsen og Camilla Budtz. Yfirdómari á mótinu var Kristján Ó. Davíðsson […]